27.7.2008 | 00:27
Eddi í Tíbetmaraþoni
Eddi lauk Tíbetmaraþoninu 19. júlí sl. á 4:48:09 í 35 stiga hita og þunnu lofti í nærri 4.000 metra hæð. Þetta er sannarlega afrek og er honum óskað innilega til hamingju. Hittum hann í morgun (laugardag) í Heiðmörkinni, nýlentan frá Tíbet og hafði hann frá mörgu að segja. Hvetjum hann til að setja inn myndir hið fyrsta!
Smellið hér til að skoða úrslit.
Kiddi og Sigrún
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.