22.6.2009 | 14:05
Fimmvörðuháls 2009

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 09:57
Gamlárshlaup 2008 - Myndir af ÍR-skokkurum

Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2008 | 12:58
Uppskeruhátíð 2008 - MYNDIR
Nína og Sigurjón sendu inn myndir frá ljósmyndamaraþoninu og uppskeruhátíðinni sem komið hefur verið fyrir í viðeigandi albúmum. Nægir að smella á tenglana hér að neðan eða á albúmin í hægri dálki.
Svava sendi líka inn myndir frá uppskeruhátíðinni og Vopnafirði í sumar.
Íþróttir | Breytt 1.12.2008 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 22:39
Reykjavíkurmaraþon 2008
Hér koma svo nokkrar myndir sem ég tók.
Kv. Ásdís
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 00:27
Eddi í Tíbetmaraþoni
Eddi lauk Tíbetmaraþoninu 19. júlí sl. á 4:48:09 í 35 stiga hita og þunnu lofti í nærri 4.000 metra hæð. Þetta er sannarlega afrek og er honum óskað innilega til hamingju. Hittum hann í morgun (laugardag) í Heiðmörkinni, nýlentan frá Tíbet og hafði hann frá mörgu að segja. Hvetjum hann til að setja inn myndir hið fyrsta!
Smellið hér til að skoða úrslit.
Kiddi og Sigrún
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 22:07
Fleiri myndir frá Laugaveginum 2008
Setti inn fleiri myndir.
Kv.Ásdís
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 09:08
Laugavegurinn 2008 - myndir
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 23:11
Miðnæturhlaupið
Miðnæturhlaupið fer fram n.k. mánudag.
Tímataka í 5 og 10 km hlaupi og 3 km skemmtiskokk.
Kveðja, Gunnar Páll
Íþróttir | Breytt 22.8.2008 kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2008 | 15:00
ÍR-skokk síða
Henti saman þessari bloggsíðu utanum myndirnar sem ég tók á Fimmvörðuhálsi. Hér er öllum heimilt að setja inn bloggfærslur og myndir. Munið bara að setja nafnið ykkar undir bloggfærsluna svo við vitum hver skrifar. Það má líka skrifa athugasemdir fyrir þá sem það vilja. Til að skrifa athugasemdir þarf ekki að fara í stjórnborðið, bara að smella á athugasemdatengilinn neðan við færslu (eða mynd í myndaalbúmi).
Setti að gamni inn nokkra tengla á hlaupasíður í vinstri dálki. Í þennan lista má bæta við fleiri tenglum. Hægra meginn er svo niðurteljari fyrir Laugaveginn. Spennan magnast!
Sendi í pósti út notandanafn og lykilorð til að allir komist í stjórnborðið.
Kiddi
Íþróttir | Breytt 21.6.2008 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 14:52
Fimmvörðuháls 2008
Það var létt yfir fólki föstudaginn 13. júní á Skógum þaðan sem ÍR-skokkarar héldu í rútu í Þórsmörk. Takmarkið var að hlaupa yfir Fimmvörðuháls. Veðurspá var búin að vera góð alla vikuna, en þegar komið var undir Eyjafjöllin þykknaði upp og á Skógum var úðarigning og þoka í fjöllum. Heldur var bjartara í Mörkinni og var lagt af stað í fínu veðri þó sólin léti lítið sjá sig. Létt var yfir mannskapnum þegar lagt var af stað (en ekki hvað?) og gekk hlaupið vel með reglulegum hvatningarópum eins og "Áfram ÍR", "Koma svo" og "Þið getið þetta". Þoka brast á þegar komið var upp fyrir Bröttufönn og létti ekki fyrr en komið var nokkuð niður fyrir skála. Einhverjir villtust í þokunni, en allir komust þó til byggða. Súpa og brauð - og bjór - beið okkar á Skógum. Súpan mun hafa klárast, en eitthvað orðið eftir af bjór á hótelinu.
Myndir frá Fimmvörðuhálsi eru í myndaalbúmi sem nálgast má með því að smella á smámyndina efst í hægri dálki.
Kiddi
Íþróttir | Breytt 21.6.2008 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)